Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 14:03 Frá hvalskurði hjá Hvali hf. í Hvalfirði. Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira