„Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2023 11:32 Sunneva Einarsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Instagram @sunnevaeinarss Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sunneva Einars er mjög hrifin af bleika litnum.Instagram @sunnevaeinarss Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er að allir geta fundið sér sinn eigin stíl og þarf ekki að fylgja einhverri einni uppskrift. Tískan getur verið svo mismunandi fyrir einstaklingum og það er svo cute. Ég veit að dagurinn minn verður betri um leið og outfitið er slaying. Sunneva segir að dagurinn verði alltaf betri þegar hún veit að klæðaburðurinn er slaying.Instagram @sunnevaeinarss Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér nokkrar uppáhalds flíkur en það fer eiginlega eftir því hvað ég gerði í þeirri flík. Til dæmis útskriftir, Live Show hjá hlaðvarpinu mínu Teboðinu og allskonar. Mér þykir mjög vænt um flíkur sem ég gerði eftirminnilega hluti í. Ég get líka alltaf munað eftir atvikum sem gerðust fyrir löngu einungis eftir því í hverju ég var þann dag. Fötin sem Sunneva klæddist á svokölluðu Live show-i hlaðvarpsins Teboðsins eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Instagram @sunnevaeinarss Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Þegar ég græja mig þá er ég að eyða lang mestum tíma í að ákveða í hverju ég ætla að vera. Ég þarf alvarlega að skipuleggja skápinn minn almennilega svo það taki ekki svona langan tíma og svo ég viti hvað leynist inn í honum. Draumurinn minn er að eiga íbúð sem fataskáp og Clueless forritið til þess að geta valið outfit. Sunneva segir að draumurinn sé að eiga forrit eins og í kvikmyndinni Clueless þar sem auðvelt er að setja saman föt. Instagram @sunnevaeinarss Í spilaranum hér að neðan má sjá Clueless forritið umrædda: Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég veit ekki hvort ég sé með einhvern ákveðinn stíl, ég klæði mig yfirleitt eftir því hvernig mér líður þann daginn. Ég er yfirleitt í frekar hlutlausum (e. neutral) litum en mér líður langbest þegar ég klæðist bleiku. Sunneva segist oft klæða sig í hlutlausa liti.Instagram @sunnevaeinarss Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já klárlega. Ég hef alltaf verið mikið fyrir tísku en stíllinn minn hefur breyst úr því að ég hermdi bara eftir öðrum hvað væri flott yfir í að þora að fara í flíkur sem mér finnst flottar án þess að pæla í því hvað öðrum finnst. Ég myndi segja að ég tæki meiri áhættur núna heldur en fyrir nokkrum árum. Álit annarra hefur minni áhrif á Sunnevu í dag.Instagram @sunnevaeinarss Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég elska að thrifta, þ.e. heimsækja verslanir og markaði sem selja notuð föt, skoða Pinterest og svo er ég að fylgja fullt af flottum stelpum til dæmis á Instagram sem veita mér innblástur. Ef ég veit ekkert í hverju ég á að vera þá fer ég inn á Pinterest, skrifa til dæmis „Outfit fall 2023“ og skoða föt. Maður á yfirleitt alltaf eitthvað svipað og getur stíliserað svo á sinn eigin hátt. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Vertu í því sem þig langar. Þú berð þig svo vel ef þér líður vel í þínum fötum. Mjög margir tjá sig í gegnum tísku og það er bara eins og það á að vera. Þó ég fíli ekki ballerínuskó (e. ballet flats) á mér segir það ekkert um hversu vel þú berð þá á þér. Sunneva hvetur fólk til að vera ófeimið við tískuna.Instagram @sunnevaeinarss Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég elska alla House of Sunny gallana mína sem ég hef átt þar sem þeir eru svo litríkir, fallegir og með gælunafnið mitt Sunny. Svo eru uppáhalds flíkurnar mínar blaser jakki sem ég keypti á nytjamarkaði og leðurbuxur. Tískumerkið House of Sunny er í miklu uppáhaldi hjá Sunnevu en á myndinni klæðist hún peysu þaðan.Instagram @sunnevaeinarss Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ekki vera feimin við tísku. Við erum öll með okkar eigin stíl sem gerir tísku ennþá skemmtilegri! Notaðu jakkann sem allir segja sé ömmulegur en þú elskar. Farðu í kjólinn sem vinkonur þínar segja að sé „of mikið“. Keyptu þér skóna sem þig er búið að dreyma um í marga mánuði en þú þorir ekki því það eru ekki allir í þeim. Tíska getur þýtt eitt fyrir þér en allt annað fyrir næsta. That’s the beauty of it! Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sunneva Einars er mjög hrifin af bleika litnum.Instagram @sunnevaeinarss Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er að allir geta fundið sér sinn eigin stíl og þarf ekki að fylgja einhverri einni uppskrift. Tískan getur verið svo mismunandi fyrir einstaklingum og það er svo cute. Ég veit að dagurinn minn verður betri um leið og outfitið er slaying. Sunneva segir að dagurinn verði alltaf betri þegar hún veit að klæðaburðurinn er slaying.Instagram @sunnevaeinarss Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér nokkrar uppáhalds flíkur en það fer eiginlega eftir því hvað ég gerði í þeirri flík. Til dæmis útskriftir, Live Show hjá hlaðvarpinu mínu Teboðinu og allskonar. Mér þykir mjög vænt um flíkur sem ég gerði eftirminnilega hluti í. Ég get líka alltaf munað eftir atvikum sem gerðust fyrir löngu einungis eftir því í hverju ég var þann dag. Fötin sem Sunneva klæddist á svokölluðu Live show-i hlaðvarpsins Teboðsins eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Instagram @sunnevaeinarss Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Þegar ég græja mig þá er ég að eyða lang mestum tíma í að ákveða í hverju ég ætla að vera. Ég þarf alvarlega að skipuleggja skápinn minn almennilega svo það taki ekki svona langan tíma og svo ég viti hvað leynist inn í honum. Draumurinn minn er að eiga íbúð sem fataskáp og Clueless forritið til þess að geta valið outfit. Sunneva segir að draumurinn sé að eiga forrit eins og í kvikmyndinni Clueless þar sem auðvelt er að setja saman föt. Instagram @sunnevaeinarss Í spilaranum hér að neðan má sjá Clueless forritið umrædda: Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég veit ekki hvort ég sé með einhvern ákveðinn stíl, ég klæði mig yfirleitt eftir því hvernig mér líður þann daginn. Ég er yfirleitt í frekar hlutlausum (e. neutral) litum en mér líður langbest þegar ég klæðist bleiku. Sunneva segist oft klæða sig í hlutlausa liti.Instagram @sunnevaeinarss Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já klárlega. Ég hef alltaf verið mikið fyrir tísku en stíllinn minn hefur breyst úr því að ég hermdi bara eftir öðrum hvað væri flott yfir í að þora að fara í flíkur sem mér finnst flottar án þess að pæla í því hvað öðrum finnst. Ég myndi segja að ég tæki meiri áhættur núna heldur en fyrir nokkrum árum. Álit annarra hefur minni áhrif á Sunnevu í dag.Instagram @sunnevaeinarss Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég elska að thrifta, þ.e. heimsækja verslanir og markaði sem selja notuð föt, skoða Pinterest og svo er ég að fylgja fullt af flottum stelpum til dæmis á Instagram sem veita mér innblástur. Ef ég veit ekkert í hverju ég á að vera þá fer ég inn á Pinterest, skrifa til dæmis „Outfit fall 2023“ og skoða föt. Maður á yfirleitt alltaf eitthvað svipað og getur stíliserað svo á sinn eigin hátt. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Vertu í því sem þig langar. Þú berð þig svo vel ef þér líður vel í þínum fötum. Mjög margir tjá sig í gegnum tísku og það er bara eins og það á að vera. Þó ég fíli ekki ballerínuskó (e. ballet flats) á mér segir það ekkert um hversu vel þú berð þá á þér. Sunneva hvetur fólk til að vera ófeimið við tískuna.Instagram @sunnevaeinarss Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég elska alla House of Sunny gallana mína sem ég hef átt þar sem þeir eru svo litríkir, fallegir og með gælunafnið mitt Sunny. Svo eru uppáhalds flíkurnar mínar blaser jakki sem ég keypti á nytjamarkaði og leðurbuxur. Tískumerkið House of Sunny er í miklu uppáhaldi hjá Sunnevu en á myndinni klæðist hún peysu þaðan.Instagram @sunnevaeinarss Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ekki vera feimin við tísku. Við erum öll með okkar eigin stíl sem gerir tísku ennþá skemmtilegri! Notaðu jakkann sem allir segja sé ömmulegur en þú elskar. Farðu í kjólinn sem vinkonur þínar segja að sé „of mikið“. Keyptu þér skóna sem þig er búið að dreyma um í marga mánuði en þú þorir ekki því það eru ekki allir í þeim. Tíska getur þýtt eitt fyrir þér en allt annað fyrir næsta. That’s the beauty of it!
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31
„Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31
Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 12. ágúst 2023 11:30
„Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30
„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31