Skáftárhlaup er hafið Jón Þór Stefánsson og Telma Tómasson skrifa 29. ágúst 2023 09:02 Í gærkvöldi fór rennsli í Skaftá við að aukast og það sama mátti segja um aukna rafleiðni. Hætta er á flóðum líkt og gerðist 2021, eins og sjá má á þessari mynd. Vísir/Ragnar Axelsson Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira