Óli Jó sammála Óskari Hrafni: „Einhverjir stælar í þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2023 11:32 Óskar Hrafn Þorvaldsson skillti upp varaliði í leik Víkings og Breiðabliks í gær. vísir/hulda margrét Ólafur Jóhannesson var hrifinn af því útspili Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að tefla fram varaliði í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær. Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira