Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2023 09:00 Þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir er einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum. Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi? „Þetta er mjög góð spurning,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum, en hún skrifaði Meistararitgerð sína í þjóðfræði um þennan dularfulla leik árið 2018. „Ég hélt líka að þetta tilheyrði bara fortíðinni, að fólk væri ekkert lengur að fara í andaglas. Það hefði bara verið í heimavistarskólunum hérna áður fyrr. Ég fer síðan að skoða málið og finn ógrynni af andaglas-sögum ungs fólks í dag,“ útskýrir hún. Andaglas í appi „Mín tilfinning er sú að þetta hafi hugsanlega verið meira áður fyrr, en að þetta sé langt því frá búið. Unglingar virðast enn þá vera að gera þetta. Núna er meira að segja hægt að fara í andaglas í appi,“ segir Dagrún. Hún viðurkennir að með slíku sé dulúðin sem felist í leiknum að mörgu leiti horfin. Jafnvel ætti það ekki að koma manni á óvart að stafrænt andaglas vissi hluti sem það ætti ekki að vita í ljósi þess hve mikið snjalltækin viti um notanda sinn. Fyrirspurnirnar enn til staðar Sé orðið „andaglas“ stimplað inn á Tímarit.is koma upp ófáar niðurstöður. Svo virðist sem hugtakið hafi verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla frá níunda áratug síðustu aldar þangað til á fyrsta áratug þessarar aldar. Orðið kemur gjarnan fram í lesandabréfum til blaðanna, og þar er mikið spurt hvort sniðugt sé að fara í andaglas og hvort eitthvað sé að marka það. „Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar að vita hvort eitthvað sé að maka andaglas. Við höfum farið nokkrum sinnum og alltaf náð sambandi við sama manninn. Sumt sem hann hefur sagt er rétt, sem við höfum ekkert vitað um, og margt ræzt. Okkur finnst þetta mjög undarlegt, því við rétt styðjum á glasið. Hvað heldur þú, að það geti verið?“ segir til að mynda í Vikunni í ágúst 1973. Þó að fyrirspurnir sem þessar hafi orðið talsvert minna áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum, en Dagrún bendir á að innblásturinn að rannsóknum hennar á andaglasi hafi komið frá álíka fyrirspurnum. „Þegar ég byrja að rannsaka andaglas þá er það vegna þess að ég sá í Facebook-hópum, svona stórum kvennahópum, að ungar stúlkur voru svolítið að spyrja um andaglas. Þær eru þá að velta fyrir sér hvort þær ættu að fara í andaglas eða ekki,“ segir hún. Dagrún telur að umræðan sé því búin að færast yfir á samfélagsmiðla. Þar deili fólk sögum og leiti sér ráða. Jafnframt séu myndbönd á YouTube-notuð og álíka efni notað til að kenna fólki leikinn. Fólk hugsi ekki um guð á meðan Þrátt fyrir minnkandi ítök kristindóms í samfélaginu segir Dagrún að hefðir og siðir tengdir kristni séu enn til staðar í andaglasinu. „Ég held að þetta sé enn þá til staðar, þessi minni um að blása í kross og þannig álíka. En kannski ekki jafn mikið. En þar sem við sjáum þetta, líkt og bíómyndum, þar eimir enn af þessari tengingu: því góða og illa, djöflinum, og spurningunni um hvað sé í glasinu,“ Þó er Dagrún ekki viss um að þátttakendur átti sig á kristnum vísunum, eða pæli lítið í þeim. „Þetta er kannski enn gert, en án þess að hugsunin sé endilega: „Þetta er kristið og þetta er gert til að guð verndi mig,“ heldur lifi minnin um krossana án þess að fólk geri þessa beinu tengingu á milli,“ Vöruðu fólk við þátttöku Viðhorf fólks til andaglass kom gjarnan skýrt fram í umfjöllun fjölmiðla í gamla daga. Árið 1975 spurði lesandi Vikunnar hvort sér væri óhætt að trúa andaglasi. Hann fékk þau skilaboð að sennilega væri andaglas „tómt fals“, en þrátt fyrir því væri best að vera ekkert að grufla á því. Ólíkt viðhorf birtist í grein eftir Snorra Óskarsson, oft kenndan við hvítasunnusöfnuðinn Betel , sem birtist í Eyjafréttum 1989. Þar sagði hann sögur af andaglösum of margar til þess að hægt væri að leyfa sér að sniðganga sannleiksgildi þeirra. Ljóst væri að illir andar væru til og því væri fólki ekki ráðlagt að fara í andaglas. „Menn vilja kannski ekki viðurkenna að andar eru til og að þeir koma fram í andaglösum. Þessir andar eru illir og óhreinir og það er ástæðan fyrir því að með fólkinu kviknar þessi óttatilfinning eða skelfing sem margir þekkja,“ skrifaði Snorri. Segja foreldrum ekki frá Dagrún segir erfitt að segja til um hvert viðhorf almennings sé til andaglass nú til dags. Spurð um hver viðbrögð foreldra nútímans yrðu skildu þau komast að því að börnin þeirra færu í andaglas segir hún að eflaust yrðu þau mismunandi. „Þegar ég var krakki þá bannaði mamma mér að fara í andaglas. Hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur af því. Og af því að þetta er svo mikill unglingaleikur, þá er hluti af spennunni að þetta sé jafnvel smá bannað. Þannig þú ert ekkert endilega að segja foreldrum þínum frá þessu. Það tekur af stemmaranum,“ Einu sinni var... Trúmál Börn og uppeldi Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Þetta er mjög góð spurning,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum, en hún skrifaði Meistararitgerð sína í þjóðfræði um þennan dularfulla leik árið 2018. „Ég hélt líka að þetta tilheyrði bara fortíðinni, að fólk væri ekkert lengur að fara í andaglas. Það hefði bara verið í heimavistarskólunum hérna áður fyrr. Ég fer síðan að skoða málið og finn ógrynni af andaglas-sögum ungs fólks í dag,“ útskýrir hún. Andaglas í appi „Mín tilfinning er sú að þetta hafi hugsanlega verið meira áður fyrr, en að þetta sé langt því frá búið. Unglingar virðast enn þá vera að gera þetta. Núna er meira að segja hægt að fara í andaglas í appi,“ segir Dagrún. Hún viðurkennir að með slíku sé dulúðin sem felist í leiknum að mörgu leiti horfin. Jafnvel ætti það ekki að koma manni á óvart að stafrænt andaglas vissi hluti sem það ætti ekki að vita í ljósi þess hve mikið snjalltækin viti um notanda sinn. Fyrirspurnirnar enn til staðar Sé orðið „andaglas“ stimplað inn á Tímarit.is koma upp ófáar niðurstöður. Svo virðist sem hugtakið hafi verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla frá níunda áratug síðustu aldar þangað til á fyrsta áratug þessarar aldar. Orðið kemur gjarnan fram í lesandabréfum til blaðanna, og þar er mikið spurt hvort sniðugt sé að fara í andaglas og hvort eitthvað sé að marka það. „Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar að vita hvort eitthvað sé að maka andaglas. Við höfum farið nokkrum sinnum og alltaf náð sambandi við sama manninn. Sumt sem hann hefur sagt er rétt, sem við höfum ekkert vitað um, og margt ræzt. Okkur finnst þetta mjög undarlegt, því við rétt styðjum á glasið. Hvað heldur þú, að það geti verið?“ segir til að mynda í Vikunni í ágúst 1973. Þó að fyrirspurnir sem þessar hafi orðið talsvert minna áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum, en Dagrún bendir á að innblásturinn að rannsóknum hennar á andaglasi hafi komið frá álíka fyrirspurnum. „Þegar ég byrja að rannsaka andaglas þá er það vegna þess að ég sá í Facebook-hópum, svona stórum kvennahópum, að ungar stúlkur voru svolítið að spyrja um andaglas. Þær eru þá að velta fyrir sér hvort þær ættu að fara í andaglas eða ekki,“ segir hún. Dagrún telur að umræðan sé því búin að færast yfir á samfélagsmiðla. Þar deili fólk sögum og leiti sér ráða. Jafnframt séu myndbönd á YouTube-notuð og álíka efni notað til að kenna fólki leikinn. Fólk hugsi ekki um guð á meðan Þrátt fyrir minnkandi ítök kristindóms í samfélaginu segir Dagrún að hefðir og siðir tengdir kristni séu enn til staðar í andaglasinu. „Ég held að þetta sé enn þá til staðar, þessi minni um að blása í kross og þannig álíka. En kannski ekki jafn mikið. En þar sem við sjáum þetta, líkt og bíómyndum, þar eimir enn af þessari tengingu: því góða og illa, djöflinum, og spurningunni um hvað sé í glasinu,“ Þó er Dagrún ekki viss um að þátttakendur átti sig á kristnum vísunum, eða pæli lítið í þeim. „Þetta er kannski enn gert, en án þess að hugsunin sé endilega: „Þetta er kristið og þetta er gert til að guð verndi mig,“ heldur lifi minnin um krossana án þess að fólk geri þessa beinu tengingu á milli,“ Vöruðu fólk við þátttöku Viðhorf fólks til andaglass kom gjarnan skýrt fram í umfjöllun fjölmiðla í gamla daga. Árið 1975 spurði lesandi Vikunnar hvort sér væri óhætt að trúa andaglasi. Hann fékk þau skilaboð að sennilega væri andaglas „tómt fals“, en þrátt fyrir því væri best að vera ekkert að grufla á því. Ólíkt viðhorf birtist í grein eftir Snorra Óskarsson, oft kenndan við hvítasunnusöfnuðinn Betel , sem birtist í Eyjafréttum 1989. Þar sagði hann sögur af andaglösum of margar til þess að hægt væri að leyfa sér að sniðganga sannleiksgildi þeirra. Ljóst væri að illir andar væru til og því væri fólki ekki ráðlagt að fara í andaglas. „Menn vilja kannski ekki viðurkenna að andar eru til og að þeir koma fram í andaglösum. Þessir andar eru illir og óhreinir og það er ástæðan fyrir því að með fólkinu kviknar þessi óttatilfinning eða skelfing sem margir þekkja,“ skrifaði Snorri. Segja foreldrum ekki frá Dagrún segir erfitt að segja til um hvert viðhorf almennings sé til andaglass nú til dags. Spurð um hver viðbrögð foreldra nútímans yrðu skildu þau komast að því að börnin þeirra færu í andaglas segir hún að eflaust yrðu þau mismunandi. „Þegar ég var krakki þá bannaði mamma mér að fara í andaglas. Hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur af því. Og af því að þetta er svo mikill unglingaleikur, þá er hluti af spennunni að þetta sé jafnvel smá bannað. Þannig þú ert ekkert endilega að segja foreldrum þínum frá þessu. Það tekur af stemmaranum,“
Einu sinni var... Trúmál Börn og uppeldi Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp