Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 15:00 Jorge Vilda og Luis Rubiales eru mikið í fréttum þessa dagana. getty/Marc Atkins Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. Sápuóperan í kringum Rubiales hélt áfram á fundi spænska knattspyrnusambandsins í dag. Í stað þess að segja af sér hélt Rubiales mikla varnarræðu, hrópaði fjórum sinnum að hann myndi ekki segja af sér og sagði gagnrýnendum sínum til syndanna. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir. Ég á í frábæru sambandi við alla leikmennina og við eigum innileg augnablik,“ sagði Rubiales og lýsti því næst atvikinu þegar hann rak Jennifer Hermoso rembingskossinn alræmda eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. „Jenni reisti mig við. Við féllumst í faðma og ég sagði henni að gleyma vítaspyrnunni sem hún klikkaði á og sagði að hún hefði átt frábært mót. Ég spurði hvort ég mætti aðeins kyssa hana og hún sagði já. Þetta er samfélagslegt morð. Þeir eru að reyna að drepa mig. Við Spánverjar verðum að skoða hvert við erum að fara. Falsfemínismi leitar hvorki að réttlæti eða sannleikanum. Honum er sama um fólk.“ Rubiales er ekki sá eini sem kom sér í klandur með framkomu sinni í kringum úrslitaleik HM. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, kleip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar í spænska þjálfaraliðinu. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á Vilda og ítrekaði stuðning sinn við hann í varnarræðunni miklu í dag. Hann bauð honum nýjan fjögurra ára samning sem mun færa honum hálfa milljón evra í árslaun. „Jorge Vilda, þeir vildu gera það sama við þig og þeir eru að gera við mig núna. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt en alltaf saman,“ sagði Rubiales. Fjölmargir hafa gagnrýnt Rubiales fyrir framkomu hans eftir úrslitaleikinn, þar á meðal forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez. Hermoso og leikmannasamtökin FIFPRO hafa óskað eftir því að tekið verði á hegðun Rubiales og þá er mál hans komið inn á borð FIFA. Rubiales hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins undanfarin fimm ár. Vilda hefur þjálfað kvennalandsliðið síðan 2015. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Sápuóperan í kringum Rubiales hélt áfram á fundi spænska knattspyrnusambandsins í dag. Í stað þess að segja af sér hélt Rubiales mikla varnarræðu, hrópaði fjórum sinnum að hann myndi ekki segja af sér og sagði gagnrýnendum sínum til syndanna. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir. Ég á í frábæru sambandi við alla leikmennina og við eigum innileg augnablik,“ sagði Rubiales og lýsti því næst atvikinu þegar hann rak Jennifer Hermoso rembingskossinn alræmda eftir úrslitaleik HM þar sem Spánn vann England, 1-0. „Jenni reisti mig við. Við féllumst í faðma og ég sagði henni að gleyma vítaspyrnunni sem hún klikkaði á og sagði að hún hefði átt frábært mót. Ég spurði hvort ég mætti aðeins kyssa hana og hún sagði já. Þetta er samfélagslegt morð. Þeir eru að reyna að drepa mig. Við Spánverjar verðum að skoða hvert við erum að fara. Falsfemínismi leitar hvorki að réttlæti eða sannleikanum. Honum er sama um fólk.“ Rubiales er ekki sá eini sem kom sér í klandur með framkomu sinni í kringum úrslitaleik HM. Þjálfari spænska liðsins, Jorge Vilda, kleip nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar í spænska þjálfaraliðinu. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Rubiales hefur alltaf staðið þétt við bakið á Vilda og ítrekaði stuðning sinn við hann í varnarræðunni miklu í dag. Hann bauð honum nýjan fjögurra ára samning sem mun færa honum hálfa milljón evra í árslaun. „Jorge Vilda, þeir vildu gera það sama við þig og þeir eru að gera við mig núna. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt en alltaf saman,“ sagði Rubiales. Fjölmargir hafa gagnrýnt Rubiales fyrir framkomu hans eftir úrslitaleikinn, þar á meðal forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez. Hermoso og leikmannasamtökin FIFPRO hafa óskað eftir því að tekið verði á hegðun Rubiales og þá er mál hans komið inn á borð FIFA. Rubiales hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins undanfarin fimm ár. Vilda hefur þjálfað kvennalandsliðið síðan 2015.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31 Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01 Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega. 23. ágúst 2023 07:31
Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. 22. ágúst 2023 14:01
Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00
Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01
Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn