Stórhætta í leiknum gegn Struga: Varamenn Blika féllu um koll í rokinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 12:31 Oliver Stefánsson liggur eftir og Brynjar Atli Bragason heldur um höfuð sér. stöð 2 sport Hávaðarok setti svip sinn á leik Struga og Breiðabliks í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla, innan vallar sem utan. Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira