Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:31 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hressar á EM í fyrra. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira