Fyrrum hermaður eltir Messi eins og skugginn Smári Jökull Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 07:00 Lionel Messi í leik með Inter Miami gegn FC Cincinnati. Vísir/Getty Koma Lionel Messi í MLS-deildina hefur verið vel heppnuð hingað til. Fyrrum hermaður sem fylgir Argentínumanninum eins og skugginn hefur vakið töluverða athygli. Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira