„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 18:23 Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir leikinn í Norður-Makedóníu. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
„Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira