Óskar Hrafn: Stærri leikur en nokkur annar hjá Breiðabliki í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson getur farið með Breiðablik í riðlakeppnina fyrst íslenskra félagsliða. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir leik dagsins hjá Breiðabliki en liðið spilar þá fyrri leik sinn á móti Struga í baráttu um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira