Góð úrslit muni fyrst og fremst nást með baráttu Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks á von á krefjandi leik þegar liðið mætir Struga í Norður-Makedóníu í dag í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna. Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023 Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira