„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 16:12 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira