Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 15:25 Óvíst hefur verið hvers konar starfsemi verður í Faktorshúsi í langan tíma. Múlaþing Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann. Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Goðaborg, sem er tíu ára gamalt fyrirtæki, rekur fimm báta, fiskvinnslu, kaupfélag og harðfiskverkun á Breiðdalsvík en eigendurnir eiga einnig hluta í brugghúsinu og ölstofunni Beljanda, einnig á Breiðdalsvík. Að sögn Gauta Jóhannessonar, starfsmanns heimastjórnar Djúpavogs, er málið enn þá á umræðustigi. „Það barst inn erindi þess efni að rekstraraðili hefði áhuga á að skoða þetta. Það var tekið vel í að taka upp viðræður um það,“ segir Gauti. Bæði heimastjórnin og byggðarráð Múlaþings hafa lýst jákvæðni í garð verkefnisins. „Félagið hefur verið að leita að hentugum stað á Djúpavogi til þess að setja upp lítið brugghús og ölstofu með það fyrir augum að auka á framleiðslugetu og aðgengi að markaði og einnig til þess að auka á þá afþreyingu sem í boði er á Djúpavogi fyrir gesti og ferðamenn og gefa þeim kost á að kaupa vöru framleidda á staðnum beint frá framleiðanda,“ segir í bókun heimastjórnar. 175 ára hús Að sögn Gauta hefur nokkuð hægt gengið að finna Faktorshúsinu framtíðarhlutverk en sveitarfélagið auglýsti eftir samstarfsaðilum fyrir all nokkru síðan. Faktorshúsið er 175 ára gamalt og unnið hefur verið að endurbótum á því. Eins og greint var frá í frétt Austurfréttar í maí síðastliðnum er allt að mestu frágengið utandyra en innandyra hafa endurbætur verið flóknari. Það stendur við hlið Löngubúðar, en þetta eru tvö elstu húsin á Djúpavogi. Langabúð var byggð fyrir danska verslunarfélagið Ørum & Wulff en Faktorshúsið fyrir verslunarstjórann.
Múlaþing Áfengi og tóbak Skipulag Veitingastaðir Húsavernd Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent