Innlent

Lést af veikindum í heitri laug

Árni Sæberg skrifar
Þyrla gæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla gæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Vísir/Vilhelm

Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þar segir að maðurinn hafi verið erlendur en með tengsl við Ísland. Hann hafi verið í lauginni ásamt fleira fólki þegar komið var að honum örendum í henni. 

Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði að Laugavallalaug geti ofhitnað þegar úrkoma er lítil. Nú er talið að það hafi ekki verið tilfellið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×