FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 12:20 Fimleikafélag Akureyrar er með aðstöðu í íþróttamiðstöð Giljaskóla á Akureyri. Já.is Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september. Akureyri Fimleikar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september.
Akureyri Fimleikar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira