Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 09:55 Hótel Glymur er í Hvalfirðinum og heitir eftir samnefndum fossi. Hótel Glymur Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku. Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku.
Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira