Al-Ahli byrjaði tímabilið af krafti og vann 3-0 sigur á Al Hazem FC í fyrstu umferðinni. Roberto Firmino skoraði þá öll mörk liðsins en hann var ekki í leikmannahópi Al-Ahli í kvöld.
Riyad Mahrez var hins vegar í byrjunarliðinu og hann skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigrinum í kvöld. Roger Ibanez kom Al-Ahli í 1-0 á 9. mínútu áður en Mahrez bætti öðru marki við skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Mansour Hamzi minnkaði muninn í síðari hálfleik fyrir Kahleej Club en lokatölur 2-1 fyrir Al-Ahli.
Al-Ahli hefur verið duglegt að sækja sér liðsstyrk fyrir tímabilið. Fyrir utan áðurnefnda Firmino. Mahrez og Ibanez eru þeir Edouard Mendy, Franck Kessie og Allan Saint-Maximin einnig í leikmannahópi liðsins.