Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2023 20:06 Tvíburarnir í Hveragerði, sem tóku þátt í tvíburahátíðinni í Bandaríkjunum nýlega. Þetta eru systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við. Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við.
Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira