Rafmagnaður hræðsluáróður Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun