Hulda á miklu flugi en Ragnhildur áfram efst Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 17:36 Hulda Clara átti skínandi hring. Hulda Clara Gestsdóttir spilaði best allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir heldur þó tveggja högga forystu sinni. Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst. Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst.
Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira