„Vonandi bara hanga þeir uppi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson var látinn taka poka sinn í gær. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir það best fyrir alla aðila að hann stígi frá borði sem þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild karla. Sigurður samdi um starfslok við félagið í gær. „Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
„Manni líður auðvitað ekkert vel með að vera hættur. Mér þykir vænt um strákana og liðið og ég var þarna í fjögur ár,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er alltaf erfitt að skilja við, en ég vona bara að þeim gangi rosa vel. Þeir fá flottan þjálfara núna í Halla [Haraldi Frey Guðmundssyni] og vonandi bara hanga þeir uppi.“ Keflavík hafði áður tilkynnt að Sigurður myndi klára leiktíðina, en hætta eftir tímabilið. En hvað breyttist? „31. júlí þá var mér sagt upp störfum en ég var með þriggja mánaða uppsagnarfrest og það var vilji stjórnarinnar að ég myndi vinna út uppsagnarfrestinn og klára tímabilið með liðið. Eftir á að hyggja er það ekkert frábær ákvörðun fyrir neinn og síðan eftir HK-leikinn er haldinn stjórnarfundur og tekin ný ákvörðun um að ég stígi frá og Halli taki við. Ég held að það sé bara best fyrir alla aðila. Við vorum sammála því strax frá byrjun í raun og veru.“ Sigurður kveðst þó stoltur af sínum fjórum árum hjá félaginu. „Ég held að það hafi mjög flott uppbygging átt sér stað. Ég kom inn í félagið fyrir fjórum árum og þá var það í fimmta sæti í Lengjudeildinni og við náðum að koma liðinu upp og halda því þar. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og það er besti árangur liðsins í tólf ár. Við bjuggum til leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og vour valdir í A-landsliðið.“ Hann segir þó lítið vera framundan, í það minnsta í bili. „Ég ætla bara að fara í golf í vikunni og stefni á það með haustinu að finna mér annað starf. Annað hvort hér heima eða erlendis. Þetta starf er þannig að maður þarf að vera tilbúinn að vera atvinnulaus í einhvern tíma, kíkja í kringum sig og nýta þau sambönd sem ma'ur hefur,“ sagði Sigurður, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sigurður Ragnar
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira