„Þetta er alveg geggjað, þið verðið að prufa þetta,“ sagði Alfreð Fannar meðal annars í þættinum.
Sjá má brot úr þættinum hér og fyrir neðan má sjá uppskriftina.
Þriggja hæða steikarsamloka
- 500g picanha steik þunnt skorin (fæst í Kjötkompaní)
- Grillsalt (fæst á bbqkongurinn.is)
- Hálfur laukur
- 5 Sveppir
- 2msk Smjör
- SPG krydd (fæst á bbqkongurinn.is)
- Hamborgara ostur
- Habanero hot sauce (fæst á bbqkongurinn.is)
- Súrdeigsbrauð
Aðferð
- Smjörsteikið lauk og sveppi og kryddið með SPG.
- Kyndið grillið í botn.
- Saltið Picanha og steikið þar til fitan er farin að bráðna vel.
- Skerið súrdeigsbrauð og rétt svo grillið svo brauðið fái smá lit.
- Raðið saman steikarlokunni með kjöti, sveppum, lauk osti og hot sauce. Endurtakið þrisvar sinnum eða eins oft og þið þorið.