Segir halla mjög á hinsegin fólk innan skólakerfisins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 09:00 Guðjón segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. Vísir/Vilhelm „Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“ Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira