Segir halla mjög á hinsegin fólk innan skólakerfisins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 09:00 Guðjón segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. Vísir/Vilhelm „Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“ Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hann gagnrýnir stöðu hinsegin kennara í grunn- og framhaldsskólum. Hann segir þörf á átaki innan menntamálaráðuneytisins hvað málefni hinsegin fólks varðar. Bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks sé augljóst og sýnileiki hinsegin kennara því mikilvægur. Hann tjáði sig um málið í færslu á facebook fyrr í vikunni. Í setningarræðu Hinsegin daga síðastliðinn mánudag benti Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga á niðurstöður könnunar BHM sem benda til að eldri samkynhneigðir karlmenn hafa lægri tekjur en viðmiðunarhópurinn. Samkvæmt rannsóknum ná samkynhneigðir karlmenn einnig síður upp í efsta stjórnendalagið. Lítil viðbrögð Guðjón hefur tekið virkan þátt í Hinsegin dögum og sat áður í stjórn þeirra, auk þess sem hann var áður varaformaður Samtakanna 78. Hann segist sjálfur hafa upplifað bága stöðu hinsegin fólks innan skólakerfisins þegar hann sótti um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði. „Skólanefndin sem skipuð var ágætu heimafólki mælti með mér en starfsfólk ráðuneytisins taldi mig ekki henta til að stýra verkmenntaskóla. Homminn hentaði að þeirra mati ekki inn í umhverfið. Lítils mat starfsfólk ráðuneytisins einnig í rökstuðningi sínum áherslu mína á hinseginleikann í viðtalinu,“ segir Guðjón. „Af svipnum að dæma í viðtalinu var ljóst að áhuginn var lítill hjá ráðuneytisfólkinu þegar ég ræddi um reynslu mína af vettvangi Hinsegin daga og Samtakanna 78 en þar var ég um tíma varaformaður. Ég fékk lítil viðbrögð í viðtölunum á þann þátt en þeim mun meiri áhersla var lögð á að ræða rekstur skóla; enginn áhugi var á þætti skólaþróunarinnar; allt gekk út á að ræða bókhaldsmálefni skólans. Ég ræddi málin við ráðherra menntamála sem sýndi mér skilning og kurteisi en auðvitað var hann bundinn af sýn síns fólks í ráðuneytinu.“ Guðjón segist hafa átt bágt með að þegja um samskipti sín við ráðuneytið forðum daga. „Ég hef samt sótt áfram um störf hjá ráðuneyti menntamála, eftir að ég sagði sögu mína hefur það alveg sleppt því að boða mig í viðtal, það gerði hins vegar ráðuneytið ætíð áður. Ég sýti það heldur ekkert enda sæll og sáttur sem kennari.“ Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins Það er mat Guðjóns að í hópi æðstu stjórnenda skólanna séu „hommarnir því miður oft undir oki ósýnileikans.“ „Ég sakna þess líka að Kennarasamband Íslands hafi lítið sem ekkert fjallað um líðan hinsegin kennara og stöðu þeirra.“ Hann segir það fagnaðarefni BHM og BSRB hafa unnið að því rannsaka stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði, en von er á niðurstöðum á næstunni. Hann telur þó að fjölbreytileikinn sé ekki nægur í stjórnum ýmissa stéttarfélaga þeirra og að flestar stjórnirnar endurspegli illa fjölmenningarsamfélagið á Íslandi. Guðjón bendir jafnframt á að stjórnmálamenn hafi margir vaknað til lífsins og reyni hvað þeir geta til að skapa hinsegin rými innan skóla sem og innan stofnana hins opinbera. „Ég tel því mikilvægt að koma á fót virkri hinsegin fræðslu innan veggja Stjórnarráðsins því þar standa oftar en ekki í stafni öfl sem eru börn gærdagsins þegar kemur að jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Við verðum að gæta þess að ríflegt hinsegin rými sé á vinnustöðum, starfsfólk og stjórnendur skólanna þurfa endurspegla allt litrófið og kannski eiga lokaorð pistils míns vel við en ég segi eitthvað í þá áttina að vonandi verði ráðuneyti menntamála eftirleiðis áhugasamara um hinseginleikann í skólastarfinu og kannski eignumst við hommarnir einn og einn skólastjóra í framtíðinni. Homminn fær þá vonandi eitthvert háleitara hlutverk en að sjá um að vera skemmtilegasti maðurinn á vinnustaðnum eða í partýinu.“
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira