„Mjög ólíklegt að hún verði með í bikarúrslitaleiknum“ Kári Mímisson skrifar 7. ágúst 2023 19:21 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir sigur liðsins gegn Þór/KA í dag. „Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00