KFS var þá að taka á móti Hvíta riddaranum á Hásteinsvelli. Einhver aðeins of hress þjóðhátíðargestur tók sig þá til og fór inn á völlinn á Hopp-hjóli.
Leikmenn tóku þessari uppákoma frekar illa og gerðu sitt besta til þess að koma hjólakappanum af velli og það með látum. Myndskeiðið var birt af @islenskurfotbolti á TikTok.
Leikurinn fór annars 0-2 fyrir Hvíta riddarann.