Margolis lést á Mount Sinai spítalanum í New York í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa glímt við skammvinn veikindi. Morgan Margolis, sonur leikarans, staðfestir andlát föður síns.
Sem fyrr segir lék Margolis í sjónvarpsþáttaröðunum vinsælu og kannast fólk eflaust helst við hann þaðan. Hann fór þó einnig með önnur hlutverk á ferlinum og lék til að mynda í kvikmyndunum Scarface, Black Swan og Ace Ventura: Pet Detective.
Margolis lætur eftir sig eiginkonu sína, Jacqueline, son sinn Morgan og tvö barnabörn.