„Þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk og ófatlað að halda rútínu, mæta til vinnu og hafa tilgang í lífinu. Vísir/Arnar Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann. Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira