Greint var frá málinu fyrr í vikunni en þá höfðu öll kurl ekki komið til grafar.
Dægurmiðillinn TMZ hefur birt myndband frá tónleikum Cardi þar sem hún beinlínis biður gesti um að skvetta á sig vatni vegna gríðarlegs hita. Í kjölfarið skvetti kona drykk sínum, þó með klökum í, yfir Cardi sem brást ókvæða við og grýtti hljóðnemanum til baka.
Nú greina lögfræðingar rapparans frá því að lögregla muni ekki aðhafast frekar í málinu.