„Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt“ Kári Mímisson skrifar 3. ágúst 2023 22:44 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í fyrr í sumar Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum svekktur með tapið gegn Val í kvöld á Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og sagði Nik að það hafi verið litlu atriðin sem hafi ráðið úrslitum leiksins í kvöld. „Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira