59 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2023 10:42 Björn með flottan lax úr Eystri Rangá Það er vel þekkt með hafbeitarárnar og systurnar Eystri og Ytri Rangá að þær geta verið seinar í gang en það virðist loksins vera að lifna yfir veiði þar á bæ. Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu var ljóst í síðustu viku að stígandi er á göngunni. Það sést strax á hækkandi veiðitölu við austurbakka Hólsár en nú er þessi stígandi komin í Eystri Rangá og veiðitölur að hækka. Í gær til að mynda veiddust 59 laxar í ánni og það er greinilega að komast meira líf í ánna. Besti tíminn er oftar en ekki ágúst og byrjun september en með undantekningum þó þegar göngur hafa verið snemma á ferðinni. Lax er að ganga í Rangárnar frameftir hausti og dæmi eru um nýgengna laxa í lok veiðistímans í október. Ekki hefur ennþá verið landað laxi yfir 100 sm en nokkrir mjög stórir hafa haft betur í viðureign við veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði