Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 12:00 Ásmundur Friðriksson á von á átökum næsta þingvetur en að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49