Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 08:09 Lögreglan sinnti fjölda ölvunartengdra mála í nótt. Þá barst henni fjöldi tilkynninga um grunsamlegar mannaferðir. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru. Lögreglumál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru.
Lögreglumál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira