Lúsugur lax 82 km frá sjó Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2023 10:45 Mynd: Veiðiþjónustan Strengir Því er oft velt upp þegar rætt er um gönguhraða laxa upp árnar hversu langt hann getur farið á ákveðnum tíma og við teljum að sá fljótasti sé fundinn. Almennt er talið að lúsin sé á laxinum í einn til tvo daga áður eftir að hann gengur úr sjó og það er málið þá hefur laxinn á meðfylgjandi mynd sem veiddist í Jöklu í gær verið ansi snöggur upp ána. Jökla er ekki lítið vatnsfall og það eru nokkrar hressilegar flúðir og fyrirstöður á leiðinni. Þessi lax veiddist í Tregluhyl í Jöklu sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að þessi veiðistaður er 82 km frá sjó! Laxinn var lúsugur og hefur því tekið þessa 82 klílómetra ansi rösklega. Þekkt dæmi eru að veiðimenn til dæmis í Laxá í Kjós fái lúsuga laxa laxa á efstu svæðunum, í Stóru Laxá veiðast oft lúsugir laxar á efra svæðinu en sú vegalengd frá sjó er líklega um 70-80 km svo þessi lax í Jöklu er kannski ekki einsdæmi en sýnir hvað þetta er magnað dýr. Stangveiði Mest lesið Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði
Almennt er talið að lúsin sé á laxinum í einn til tvo daga áður eftir að hann gengur úr sjó og það er málið þá hefur laxinn á meðfylgjandi mynd sem veiddist í Jöklu í gær verið ansi snöggur upp ána. Jökla er ekki lítið vatnsfall og það eru nokkrar hressilegar flúðir og fyrirstöður á leiðinni. Þessi lax veiddist í Tregluhyl í Jöklu sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að þessi veiðistaður er 82 km frá sjó! Laxinn var lúsugur og hefur því tekið þessa 82 klílómetra ansi rösklega. Þekkt dæmi eru að veiðimenn til dæmis í Laxá í Kjós fái lúsuga laxa laxa á efstu svæðunum, í Stóru Laxá veiðast oft lúsugir laxar á efra svæðinu en sú vegalengd frá sjó er líklega um 70-80 km svo þessi lax í Jöklu er kannski ekki einsdæmi en sýnir hvað þetta er magnað dýr.
Stangveiði Mest lesið Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði