Vilji gera allt til að hefta útbreiðslu en þeir kærðu „ekki á þeim buxunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 12:07 Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Stöð 2/Ívar Fannar Bændur á Neðri-Núpi og Barkarstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra hafa hundsað fyrirmæli um að afhenda fé sem var í snertingu við kind sem greindist með riðu, að sögn yfirdýralæknis. Álíka mál hafi ekki komið upp í áratugi og ekkert annað í stöðunni en að kæra bændurna tvo til lögreglu. Hún segir að Matvælastofnun hafi farið fram á það fyrir páska að féð yrði afhent og veitt bændunum frest út júnímánuð en þeir ekki brugðist við tilmælum. Málin tengist tilfellum riðu sem greindust í Miðfirði síðasta vor. „Þá framkvæmdum við smitrakningu og fórum að rekja hvert féð hafi verið flutt af þessum tveimur bæjum sem riða hafði verið staðfest á,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, í samtali við fréttastofu. Fyrst hafi riða komið upp á Bergstöðum og við skoðun hjá öðrum bændum sem fengu fé þaðan hafi kind greinst á Syðri-Urriðaá. Ekki fannst riða hjá fleiri dýrum á þeim bæ. „Við vorum að leita að öllu því fé sem hafði verið að umgangast þessa einu kind og það var á tugum bæja sem við vildum að yrði tekið úr umferð en það eru tveir sem hundsuðu þau fyrirmæli, á Neðri-Núpum og Barkarstöðum.“ Aðrir bændur hafi tekið vel í tilmælin og afhent fé sem hafi verið aflífað og fargað. Bændur á Barkarstöðum og Neðri-Núpi gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins og hyggjast ekki tjá sig opinberlega um það að svo stöddu. Um 1.400 kindur voru aflífaðar á nágrannabæjunum Bergstöðum og Syðri-Urriðaá í tengslum við riðutilfellin í vor og einnig var skorið niður á bæjum sem keyptu fé þaðan. Bændum sem er gert að lóga kindum til að hefta útbreiðslu riðu fá greiddar bætur úr ríkissjóði. Lögreglan rannsakar málið Sigurborg segir ekkert annað í stöðunni en að kæra mál bændanna á Neðri-Núpi og Barkarstöðum til lögreglu. Lögreglan fari nú með rannsókn málsins og taki í kjölfarið ákvörðun um það hvort bændurnir verði ákærðir. „Það er það sem lög um dýrasjúkdóma gera ráð fyrir ef það er brotið gegn lögum, reglugerðum eða fyrirmælum settum á grundvelli þeirra laga.“ Engar valdheimildir séu þar veittar Matvælastofnun til að bregðast við því ef brotið er gegn dýrasjúkdómalögum. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram.vísir/vilhelm Bændur vilji yfirleitt hefta útbreiðslu eins og kostur er Sigurborg segir mjög mikilvægt að verjast því að smitefnið sem valdi riðu dreifi sér. Það feli einkum í sér að taka það fé úr umferð sem hafi verið í snertingu við smitefni til að reyna að hefta útbreiðslu riðuveikinnar. Manstu eftir álíka tilfellum þar sem bændur hafa neitað að verða við þessu? „Það eru áratugir síðan, þetta var í gamla daga einhvern tímann en nei, það hefur enginn látið svona. Því almennt vilja bændur hefta útbreiðslu smits eins og kostur er en þessir eru ekki á þeim buxunum,“ segir Sigurborg. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram. Smitsjúkdómurinn veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en að sögn Matvælastofnunar er smitefnið hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Lögreglumál Landbúnaður Húnaþing vestra Tengdar fréttir Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42 Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Hún segir að Matvælastofnun hafi farið fram á það fyrir páska að féð yrði afhent og veitt bændunum frest út júnímánuð en þeir ekki brugðist við tilmælum. Málin tengist tilfellum riðu sem greindust í Miðfirði síðasta vor. „Þá framkvæmdum við smitrakningu og fórum að rekja hvert féð hafi verið flutt af þessum tveimur bæjum sem riða hafði verið staðfest á,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, í samtali við fréttastofu. Fyrst hafi riða komið upp á Bergstöðum og við skoðun hjá öðrum bændum sem fengu fé þaðan hafi kind greinst á Syðri-Urriðaá. Ekki fannst riða hjá fleiri dýrum á þeim bæ. „Við vorum að leita að öllu því fé sem hafði verið að umgangast þessa einu kind og það var á tugum bæja sem við vildum að yrði tekið úr umferð en það eru tveir sem hundsuðu þau fyrirmæli, á Neðri-Núpum og Barkarstöðum.“ Aðrir bændur hafi tekið vel í tilmælin og afhent fé sem hafi verið aflífað og fargað. Bændur á Barkarstöðum og Neðri-Núpi gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins og hyggjast ekki tjá sig opinberlega um það að svo stöddu. Um 1.400 kindur voru aflífaðar á nágrannabæjunum Bergstöðum og Syðri-Urriðaá í tengslum við riðutilfellin í vor og einnig var skorið niður á bæjum sem keyptu fé þaðan. Bændum sem er gert að lóga kindum til að hefta útbreiðslu riðu fá greiddar bætur úr ríkissjóði. Lögreglan rannsakar málið Sigurborg segir ekkert annað í stöðunni en að kæra mál bændanna á Neðri-Núpi og Barkarstöðum til lögreglu. Lögreglan fari nú með rannsókn málsins og taki í kjölfarið ákvörðun um það hvort bændurnir verði ákærðir. „Það er það sem lög um dýrasjúkdóma gera ráð fyrir ef það er brotið gegn lögum, reglugerðum eða fyrirmælum settum á grundvelli þeirra laga.“ Engar valdheimildir séu þar veittar Matvælastofnun til að bregðast við því ef brotið er gegn dýrasjúkdómalögum. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram.vísir/vilhelm Bændur vilji yfirleitt hefta útbreiðslu eins og kostur er Sigurborg segir mjög mikilvægt að verjast því að smitefnið sem valdi riðu dreifi sér. Það feli einkum í sér að taka það fé úr umferð sem hafi verið í snertingu við smitefni til að reyna að hefta útbreiðslu riðuveikinnar. Manstu eftir álíka tilfellum þar sem bændur hafa neitað að verða við þessu? „Það eru áratugir síðan, þetta var í gamla daga einhvern tímann en nei, það hefur enginn látið svona. Því almennt vilja bændur hefta útbreiðslu smits eins og kostur er en þessir eru ekki á þeim buxunum,“ segir Sigurborg. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram. Smitsjúkdómurinn veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en að sögn Matvælastofnunar er smitefnið hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Lögreglumál Landbúnaður Húnaþing vestra Tengdar fréttir Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42 Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42
Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31