Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2023 11:33 Agnes Sigurðardóttir biskup hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira