Enski boltinn

Arsenal vildi fá Söru Björk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir verður líklega áfram hjá Juventus.
Sara Björk Gunnarsdóttir verður líklega áfram hjá Juventus. getty/Ivan Romano

Arsenal hafði áhuga á að fá Söru Björk Gunnarsdóttur, leikmann Juventus og fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, til liðsins.

Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno greinir frá þessu. Hann segir að þrátt fyrir áhuga Arsenal hafi Sara ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Juventus.

Sara gekk í raðir Juventus frá Lyon í fyrra. Hún varð ítalskur bikarmeistari með liðinu á síðasta tímabili.

Sara hefur auk þess leikið með Rosengård og Wolfsburg á ferli sínum í atvinnumennsku.

Ekki er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttur, núverandi landsliðsfyrirliði, var orðuð við Arsenal. Hún verður þó líklega áfram hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×