Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2023 06:30 Húsatóftavöllur í Grindavík stendur í stórbrotnu landslagi rétt við sjávarkambinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni. Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins. Golf Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins.
Golf Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira