Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 11:57 Þorvaldur er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Hann segir að ekki megi gleyma því hversu hættulegt það geti verið að vera í kringum virkt eldgos. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira