„Ég læri af þessum mistökum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 20:29 Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina marka Íslands í kvöld. Vísir/Anton Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. „Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
„Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57