Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júlí 2023 21:00 Skúli segir að snúðarnir hafi klárast á hádegi þótt hann hafi bakað tvöfalda uppskrift. Á morgun verði uppskriftin enn stærri. Vísir/Arnar Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. „Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag. Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
„Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag.
Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47
Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00