Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 14:47 Sigga og Skúli opnuðu staðinn fyrir átta árum. ÁLFTANESKAFFI Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“ Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira