Stórbrotið mark Eggerts Arons: „Galin tilfinning“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 11:00 Eggert og liðsfélagar hans fagna markinu frábæra. Eins og sjá má á viðbrögðum félaga hans var markið stórglæsilegt. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson kom mikið við sögu í jafntefli Íslands og Noregs í gær. Hann fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en jafnaði metin með frábæru marki rétt fyrir leikslok. Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira