„Hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 22:47 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Beggja blands, smá léttir að við fengum jöfnunarmark undir lokin en mér fannst við eiginlega meira skilið úr þessum leik,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Noregi á lokakeppni EM. „Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira