„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 23:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stendur keik með sinni ákvörðun. Vísir/Ívar Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18