Telur rétt að yfirvöld fái auknar heimildir til að tryggja þjóðaröryggi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að frumvarp dómsmálaráðherra um auknar heimildir lögreglu hefði aukið mögulega yfirvalda á því að tryggja þjóðaröryggi. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra segir að í ljósi breyttrar stöðu öryggismála sé eðlilegt að umræða fari fram hér á landi um heimildir stjórnvalda til eftirlits í þágu þjóðaröryggis. Þó sé mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira