Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:46 Anna Björk Kristjánsdóttir hefur beðið lengi eftir sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira