Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hvalveiðibannsins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 11:51 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún. Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún.
Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00