Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 06:46 Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum. Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum.
Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira