Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 06:46 Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum. Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum.
Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira