Reggí strákarnir hans Heimis unnu stórt en töpuðu samt markastríðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:31 Heimir Hallgrímsson sést hér stýra landsliði Jamaíka á móti Sankti Kitts og Nevis í Gullbikarnum í nótt. Getty/Alvaro Avila Jamaíska fótboltalandsliðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Gullbikarsins í nótt með sínum öðrum sigurleik í röð í keppninni. Heimir Hallgrímsson fór því taplaus með liðið í gegnum riðlakeppnina. Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira